Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Páskar framundan

Smile  Páskaterta  Smile

3-4 eggjahvítur

200 gr sykur

2 bollar Kornflex

1 tsk lyftiduft

Eggjahvítur og sykur stífþeyttur

Kornflex og lyftiduft sett út í og hrært saman við með sleif.

Sett í tvö tertuform sem eru klædd að innan með álpappír og smurð að innan með smjörlíki.

Bakað við 150 gráðu hita í eina klukkustund eða þar til þér finnst marensinn hafa þornað nóg.

Sett á milli botnana:

Þeyttur rjómi með brytjuðum döðlum og súkkulaði.

Krem ofan á tertuna:

2 stk eggjarauður

1 tsk sykur

100 gr brætt súkkulaði

1 dl þeyttur rjómi

Eggjarauður og sykur þeyttur saman ( á að þykkna)

Þá er súkkulaðinu blandað saman við í mjórri bunu og síðast er sett út í þeyttur rjóminn og hann er settur út í varlega með sleif.

Þá er kremið tilbúið og sett fyrir tertuna og látið leka út yfir hliðarnar.

Verði ykkur að góðu

 


Daim terta

1)

3 stk eggjahvítur

1 bolli sykur

1 bolli Rice Krispie

Eggjahvítur og sykur þeytt vel saman (stíft eins og í marens) og Rice Krispie sett síðast.

Marensinn er settur í tvö tertuform, klædd að innan með álpappír og smurð með smjörlíki.  

Bakað við 150 gráður í 1 klukkustund.

2)

3 stk eggjarauður

1 dl sykur

Þeytt vel saman

3)

4 dl rjómi þeyttur

2 og 3 blandað varlega saman og eitt stórt Daim (mulið) sett saman við.

Marensinn er settur á sitthvorn tertudiskinn og blandan úr 2 og 3 skift í tvennt og sett ofan á og látið fljóta vel út fyrir marensinn. Terturnar settar í frystir og teknar út svona hálftíma áður en þær eru bornar fram. Verða eins og ístertur.

Verði ykkur að góðu

 

 

 

 


Skúffukaka

2 bollar hveiti

1 1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsóti

1 tsk salt

1 1/2 bolli sykur

3 msk kakó

1oo gr smjörlíki

1 bolli mjólk

2 stk egg

Allt hrært saman í eina til tvær mínútur NEMA eggin eru sett síðast eitt og eitt og hrært vel á milli.

Glassúr ofan á kökuna, þegar hún er farin aðeins að kólna

1-2 bollar flórsykur

1-2 msk kakó

hrært saman með volgu vatni, setja lítið í einu og hræra á milli svo ekki verði of þunnt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband