Páskar framundan

Smile  Páskaterta  Smile

3-4 eggjahvítur

200 gr sykur

2 bollar Kornflex

1 tsk lyftiduft

Eggjahvítur og sykur stífþeyttur

Kornflex og lyftiduft sett út í og hrært saman við með sleif.

Sett í tvö tertuform sem eru klædd að innan með álpappír og smurð að innan með smjörlíki.

Bakað við 150 gráðu hita í eina klukkustund eða þar til þér finnst marensinn hafa þornað nóg.

Sett á milli botnana:

Þeyttur rjómi með brytjuðum döðlum og súkkulaði.

Krem ofan á tertuna:

2 stk eggjarauður

1 tsk sykur

100 gr brætt súkkulaði

1 dl þeyttur rjómi

Eggjarauður og sykur þeyttur saman ( á að þykkna)

Þá er súkkulaðinu blandað saman við í mjórri bunu og síðast er sett út í þeyttur rjóminn og hann er settur út í varlega með sleif.

Þá er kremið tilbúið og sett fyrir tertuna og látið leka út yfir hliðarnar.

Verði ykkur að góðu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband