Vinningslagið


Febrúar

Þá er nú þorrinn í öllu sínu veldi þessa dagana. Það vantar nú ekki góða veðrið hingað í Dýrafjörðinn, þó við þreyjum þorrann.

Smá hending um ástina sem blómstrar mest í kreppunni....................

Ástin er göldrótt.... hún ölvar mann, umvefur og einangrar Hún sáir höfgri angan sinni á dagana, vekur eld af ísakulda og bregður töfraljóma á allt. (Leos Janacek (1854-1928)).

ÁSTIN GERIR ÞIG AÐ ÞEIRRI MANNESKJU SEM ÞÚ VILT VERA. (Stuart og Linda Macfarlane)


Mánudagurinn 11.janúar

Ætli janúar verði eins og desember maður er varla búin að snúa sér við þá er mánuðurinn búinn. Hvað ætlaði ég nú aftur að gera í janúar, jæja ég hef þá alltaf febrúar sem er þó styttri.

Kveðja Lauga


Gleðileg jól

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Takk fyrir gamla árið sem er að líða

Jólakveðja Lauga


Desember

Þessi á vel við núna í jólaundirbúningnum.

Hugsaðu áður en þú talar, og hugsaðu vandlega áður en þú lofar.

Ókunnur höfundur úr bókinni:Þegar orð fá vængi.


Einn góður um skatta

Ótti er sá skattur sem samviskan greiðir í sekt.

William Sewell (1804-1874)enskur guðfræðingur

Heimild tekin úr bókinni: Þegar orð fá vængi


21 nóvember

Já vitiði bara hvað, haldið þið ekki að pabbi sé ekki að taka upp þessar líka fínu kartöflur þessa dagana.

Og þessi á enn betur við eins og staðan er í dag

Banki er stofnun sem lánar regnhlíf í bjartviðri, en krefur þig um hana aftur þegar byrjar að rigna. (Robert Frost (1874-1963) bandarískt ljóðskáld)

Heimildir: Bókin Þegar orð fá vængi.


Nú eru góð ráð dýr

Aldrei hafa peningar, jafnvel þótt þeirra sé aflað undir guðrækilegu yfirskini, haft slíkt vald á mönnum sem nú á tímum. Sá sem á lítið girnist mikið, sá sem á mikið girnist meira og sá sem á gnótt af öllu krefst alls. (Giovanni Papini (1881-1956 ítalskur rithöfundur)

Heimildir: Bókin þegar orð fá vængi.


15 nóvember

Hún mamma á afmæli í dag. Til hamingju með það.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband